Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
föstudagur, desember 26, 2003

Þú ert mér svo nærri
en þó svo fjarri
þú situr við hlið mér
en ert þó í kína.
Hvað ert' að hugsa vinur minn?
Hvað er á seyði í huga þínum?
Hví horfirðu svona í gegn um mig?

Einhvernvegin svona er ljóð sem ég orti fyrir nokkrum árum og samdi meira að segja lag við á gítar með mínum búkonugripum. Það er svo skrýtið að andinn kemur yfirleitt yfir mig þegar ég er leið og þess vegna verða ljóðin mín oft dapurleg. Eins og eitt sem byrjar einhvernveginn svona:

Ef ég flytti eitthvert burt
hin ótalmörgu ár,
ef ég segði þér ekki hvurt
myndirðu fella tár?

Og svo verður það sorglegra með hverju erindinu:

Ef ég dæi, væri það léttir
eða myndirðu fella tár?

Hvers vegna verður maður að þjást til að geta skapað eitthvað? Það sagði einu sinni einhver, kannski var það í einhverri bíómynd, eitthvað um að allir listamenn þyrftu að þjást því að þá kæmi listin. Nú er ég ekki að segja að ég sé neinn listamaður en ég hef funndið fyrir þessu. Einu sinni var ég að syngja eitthvað sorglegt lag í söngtíma og ég var nýbúin að fatta að þáverandi ást lífs míns hafði ekki áhuga á mér (gerist of oft og ég veit að margir eru mér sammála) og ég fékk þvílíkt hrós fyrir sönginn!! Kennarinn sagði að ég hefði virkilega lifað mig inn í hann. Er það satt að maður þarf að ganga í gegn um ýmsar raunir til að geta skrifað eitthvað af viti? En hvað er ég svosem að babbla? ég er bara táningur sem veit ekkert um lífið!!


skrifað af Runa Vala kl: 23:35

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala